Báru ekki ábyrgð á dauða Scarlett

Fiona MacKeown
Fiona MacKeown AFP

Indverskur dómstóll sýknaði tvo menn af ákæru um að hafa nauðgað og bera ábyrgð á dauða 15 ára gamallar breskrar stúlku fyrir átta árum.

Scarlett Keeling fannst látin á strönd í Goa í febrúar 2008. Hún var með áverka og var hálfnakin þegar hún fannst.

Vinir og ættingjar mannanna tveggja, Samson D'Souza og Placido Carvalho fögnuðu mjög þegar dómurinn var lesinn upp í morgun í Panaji.

Móðir Keeling, Fiona MacKeown, segist vera miður sín vegna niðurstöðunnar og hét því að berjast fyrir áfrýjun. Hún hafi síðustu átta árin barist fyrir því að réttlætinu yrði fullnægt og hún trúi ekki öðru en að niðurstöðinni verði áfrýjað.

„Við höfum beðið allan þennan tíma og þetta er bara rugl. Allt indverska réttarkerfið hefur brugðist mér,“ segir hún. „Einhver myrti dóttur mína í þessu landi og einhver þarf að axla ábyrgðina.“

Bæði D'Souza og Carvalho brostu breitt þegar dómarinn, Vandana Tendulkar las upp dómsniðurstöðuna að þeir væru sýknaðir af öllum sakargiftum.

Frétt mbl.is: Loksins dómur átta árum eftir dauða

Placido Carvalho.
Placido Carvalho. AFP
Samson D'Souza.
Samson D'Souza. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert