Neitað um starf vegna slæðunnar

Hijab slæða/höfuðklútar eru mismunandi en hér eru nokkur dæmi.
Hijab slæða/höfuðklútar eru mismunandi en hér eru nokkur dæmi. Af Wikipedia

Rúmlega tvítugri norskri konu var boðið starf á hjúkrunarheimili í Ósló en aðeins ef hún myndi sleppa slæðunni (hijab) í vinnunni. Þetta er annað málið sem kemur upp í Noregi þar sem konum er mismunað beri þær slæður.

Frétt mbl.is: Sekt fyrir að neita að afgreiða múslíma

Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að konan, sem vilji ekki koma fram undir nafni, hafi sótt um starf á hjúkrunarheimili í Ullern í janúar. Manneskjan sem hún átti að aðstoða hafi neitað að þiggja aðstoð frá manneskju með slæðu.

Borgaryfirvöld í Ósló ákváðu að fara að óskum sjúklingsins og því hafi starfsmaður borgarinnar sent ungu konunni skilaboð í síma þar sem henni er sagt að hún geti fengið starfið ef hún taki niður slæðuna. Unga konan greinir fyrst frá þessu í vikunni og hefur birt skjáskot af skilaboðunum sem hún fékk. Unga konan afþakkaði starfið enda sé slæðan (hijab) mikilvægur hluti af henni og hún geti ekki tekið hana niður.

Alls hafa 45 kvartanir borist til jafnréttisráðs Noregs varðandi mismunun á grundvelli trúarbragða það sem af er ári. Ráðið telur að borgaryfirvöld hafi brotið á konunni með því að krefjast þess að hún tæki slæðuna niður.

Frétt norska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert