Nektarnýlenda í París?

Wikipedia

Græningjar í París ætla að leggja fyrir borgarstjórnarfund á mánudag að komið verði upp aðstöðu fyrir þá sem vilja ganga um allsnaktir í borginni. Mikil eftirspurn hefur verið eftir sundtímum þar sem allir eru klæðalausir í lauginni. Þeir segja nekt ekki tengjast kynlífi.

„Við vorum 150 þar á miðvikudagskvöldið,“ segir Denis Porquet, félagi í nektarsamtökum Parísar (l’Association des naturistes de Paris (ANP), í samtali við 20 Minutes. Alls eru 372 félagar í samtökunum og neyðast þeir til þess að leita á önnur mið til þess að koma naktir fram. Meðal annars í nektar-keilu, -heilsulindum, -bogfimi og jafnvel nektar-veitingastöðum þar sem boðið er upp á einkasamkomur.

Samkvæmt frönskum lögum liggur 15 þúsund evra sekt við því að vera nakinn á almannafæri eða eins árs skilorðsbundið fangelsi.

Ekki liggur ljós fyrir hvar nektargarðurinn á að vera í borginni en margir þeirra sem aðhyllast nekt á almannafæri eru hrifnir af hugmyndinni. Meðal annars er talað um svæðið í kringum Daumesnil-vatn í Bois de Vincennes (skógur í austurhluta-Parísar).

Talsmenn nektar í París segja ekkert kynferðislegt við hugmyndir um nektarnýlendu í París. Það séu pervertar sem fylgist með nágrönnum sínum í laumi og fróa sér á almannafæri. Þeir Strípalingar vilja bara fá að fara úr fötunum.

<a href="http://www.20minutes.fr/paris/1929679-20160922-paris-parc-naturistes-prochain" target="_blank">Frétt 20 Minutes</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert