Brotist inn á iCloud reikning Middleton

Pippa Middleton ásamt unnusta sínum.
Pippa Middleton ásamt unnusta sínum.

Lögregla á Bretlandseyjum hefur nú til rannsóknar meint netbrot gegn Pippu Middleton, systur hertogaynjunnar af Cambridge, en tölvuþrjótar eru taldir hafa stolið um 3.000 myndum af iCloud reikningi Middleton, þar á meðal myndum af Georg og Karlottu, börnum Vilhjálms Bretaprins.

Ónefndur aðili bauð blaðamönnum Daily Mail og Sun að kaupa myndirnar. Að sögn talsmanna Sun vildi viðkomandi fá 50.000 pund fyrir myndirnar, innan 48 klukkustunda.

Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar að enginn hefur verið handtekinn en rannsókn stendur yfir.

Sun hafði eftir talsmanni Middleton: „Þakka ykkur fyrir að vekja athygli fjöskyldunnar á þessu. Ég get staðfest að lögmönnum hefur ekki eingöngu verið gert viðvart heldur er þetta í þann mund að rata til lögreglu.“

Í júlí sl. var sagt frá því að Middleton, 33 ára, hygðist ganga í hjónaband með James Matthews. Matthews er framkvæmdastjóri Eden Rock Capital Management Group.

Frétt mbl.is: Segist ekki vera fordekruð partýpía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert