Corbyn endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins

Stuðningsmenn Jeremy Corbyns fögnuðu ákaft er úrslitin lágu fyrir.
Stuðningsmenn Jeremy Corbyns fögnuðu ákaft er úrslitin lágu fyrir. AFP

Jeremy Corbyn var í dag endurkjörinn formaður breska Verkamannaflokksins með miklum meirihluta atkvæða. Corbyn fékk tæp 62 prósent atkvæða, en Owen Smith mótframbjóðandi hans fékk rúm 38 prósent.

Er þetta betri kosning en Corbyn fékk þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins í fyrra. Þegar úrslit lágu fyrir hét Corbyn því, að sögn fréttavefjar BBC, að sameina flokkinn á ný og sagði flokksmenn eiga miklu meira sameiginlegt en það sem skildi þá að. Flokkurinn ætti vel að gera farið með sigur af hólmi í næstu þingkosningum.

Frétt mbl.is: Kjósa um forystu Corbyn

Rúmlega hálf milljón félaga í Verkamannaflokknum tóku þátt í leiðtogakjörinu. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag, en úrslit voru ekki birt fyrr á ellefta tímanum í Liverpool þar sem landsfundur Verkamannaflokksins hefst síðar í dag. 

Hlaut Corbyn 313,209 atkvæði, en Smith 193,229 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert