Ástkonan verður ekki á fremsta bekk

Gennifer Flowers í spjallþætti árið 1998. Hún hélt því fram …
Gennifer Flowers í spjallþætti árið 1998. Hún hélt því fram að hún og Bill Clinton hefðu átt í leynilegu ástarsambandi í tólf ár. AFP

Mike Pence, varaforsetaefni Donalds Trump, hefur borið til baka fregnir um að Gennifer Flowers, fyrrum ástkona Bills Clinton, verði viðstödd sjónvarpskappræður Trump og Hillary Clinton annað kvöld. Flowers hafði áður sagst ætla að þekkjast boð Trump um að sitja á fremsta bekk.

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og eiginmaður Hillary, viðurkenndi á sínum tíma að hafa átt ástarævintýri með Flowers áður en hann bauð sig fram til forseta árið 1992. Trump sagði á Twitter í gær að hann væri að hugleiða að bjóða Flowers á kappræðurnar eftir að Clinton hafði boðið Mark Cuban, eiganda körfuboltaliðsins Dallas Mavericks og hörðum andstæðingi Trump.

Frétt mbl.is: Fyrrum ástkona Clinton á fremsta bekk?

Nú segir Pence hins vegar að ekkert verði af því að Flowers komi á kappræðurnar.

„Donad Trump var að nota tístið í gær til að hæðast raunverulega að tilraunum Hillary Clinton og framboðs hennar til að dreifa athyglinni frá því sem bandaríska þjóðin mun beina sjónum sínum að annað kvöld en það er á málefnin, á valkostina sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Pence við Fox-sjónvarpsstöðina.

Frétt Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert