Sex látnir í sjálfsmorðssprengjuárás

Íraskir hermenn í Bagdad. Myndin er úr safni.
Íraskir hermenn í Bagdad. Myndin er úr safni. AFP

Að minnsta kosti sex liggja í valnum eftir að sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í vesturhluta Bagdad í morgun. Átján manns eru sagðir slasaðir, en sprengingin átti sér stað þar sem lítill hópur pílagríma sjíamúslima voru að undirbúa helga mánuðinn muharram í tjaldi.

Að sögn CNN-fréttastofunnar var árásarmaðurinn með sprengjubelti um sig sem hann sprengdi. Engar frekari upplýsingar hafa enn fengist af árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert