Flóttamannabúðir verði jafnaðar við jörðu

AFP

François Hollande, forseti Frakklands, segir að jafna verði búðir flóttafólks í Calais við jörðu en hann er í opinberri heimsókn í borginni. Hann ætlar hins vegar ekki að heimsækja búðirnar, sem hafa verið nefndar „Jungle“ en þangað hefur hann aldrei komið. Þúsundir hafast við í búðunum en ekki hefur komið fram hver örlög þessa fólks verða ef búðirnar hverfa. Hollande biður bresk yfirvöld til þess að taka þátt í að leysa vandamálið en flestir þeirra sem hafast við í búðunum vilja komast yfir Ermarsundið til Bretlands.

Andstæðingur Hollandes, Nicolas Sarkozy, sem sækist eftir því að verða næsta forseti Frakklands fyrir repúblikana, hefur boðað harða stefnu gegn innflytjendum og flóttafólki verði hann kjörinn forseti. Lítið hefur borið á málefnum flóttafólks á þeim rúmum fjórum árum sem Hollande hefur gegnt embætti forseta.

Svo virðist sem hann ætli nú að láta til sín taka í þessum málaflokki enda undir miklum þrýstingi meðal þjóðernissinnaðra kjósenda. Bæði Marine, Le Pen, formaður Front National, þjóðernisflokks Frakklands, og Sarkozy, sem eru helstu keppinautar Hollande um hylli kjósenda, berjast fyrir því að harðar verði tekið á innflytjendum í Frakklandi. Bæði boða hert öryggiseftirlit í Frakklandi og þjóðernishyggju í sinni kosningabaráttu.

François Hollande, forseti Frakklands.
François Hollande, forseti Frakklands. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert