Grunaður um átta morð

AFP

Breski leigubílstjórinn Christopher Halliwell sem var á föstudag dæmdur fyrir morðið á Becky Godden árið 2003 tengist jafnvel sex morðum til viðbótar þeim tveimur sem hann hefur þegar verið dæmdur fyrir.

Þetta segir Steve Fulcher, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, í samtali við BBC í dag. Halliwell hafði áður verið dæmdur fyrir morðið á  Sian O'Callaghan árið 2011. Fulcher segir að Halliwll hafi sagt sér að lögreglan vildi ræða við hann um átta morð og Flucher segist hafa skilið það sem svo að Halliwell tengdist sex öðrum morðum.

Frétt mbl.is: Mun aldrei  losna úr fangelsi

„Það er engin spurning, miðað við þær upplýsingar sem ég safnaði saman þegar ég stýrði þessari rannsókn árið 2011 ap hann framdi fleiri morð,“ sagði Fulcher í þættinum Today á BBC í morgun.

Fulcher er sannfærður um að Halliwell hafi tengst hvarfi Lindu Razzell, sem sást síðast á leið til vinnu í Swindon árið 2003. Eiginmaður hennar, Glyn, var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og barnsmóður. 

Fulcher segir að lögregla hafi vitað að Halliwell var í sambandi við Razzell en hann neitaði því að Halliwell hafi tengst hvarfi Claudiu Lawrence, líkt og Sunday Express hélt fram að hann hefði sagt.

Frétt BBC

rétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert