Tímamót friðar í Kólumbíu

Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu nú í kvöld sögulegan friðarsamninga sem bindur endi á 52 ára átök sem hafa átt sér stað í landinu. Um 260 þúsund manns hafa verið drepin í átökunum, 6,9 milljónir hafa yfirgefið heimili sín og ekkert hefur spurst til 45 þúsund manns.

Það voru þeir Juan Manu­el Santos, for­seti Kól­umb­íu, og Ti­mo­leon „Timochen­ko“ Ji­menez, leiðtogi FARC, sem skrifuðu undir samkomulagið.

Fjöldi erlendra þjóðhöfðingja og embættismanna fylgdist með undirrituninni sem fór fram í strandborginni Cartagena í Kólumbíu. Meðal þeirra voru Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Pietro Parolin,utanríkisráðherra Vatíkansins og Raul Castro, forseti Kúbu.

„Í dag upplifum við hamingju bjartrar framtíðar fyrir Kólumbíu ,“ skrifaði Santos á Twitter fyrir athöfnina. Kallaði hann tímamótin „nýjan áfanga í sögu okkar, áfanga lands sem býr við frið.“

Við athöfnina baðst Jimenez afsökunar fyrir hönd skæruliðasamtakanna á því mikla mannfalli sem borgarastríðið hafði valdið. „Í nafni FARC bið ég öll fórnarlömb átakanna afsökunar vegna skaða sem þau hafa orðið fyrir,“ sagði hann og uppskar mikið lófatak fyrir.

Juan Manu­el Santos, for­seti Kól­umb­íu, og Ti­mo­leon „Timochen­ko“ Ji­menez, leiðtogi …
Juan Manu­el Santos, for­seti Kól­umb­íu, og Ti­mo­leon „Timochen­ko“ Ji­menez, leiðtogi FARC, takast í hendur við undirritun friðarsamkomulagsins í kvöld. AFP
Þessi maður klæddi sig upp í tilefni af sögulegu friðarsamkomulagi.
Þessi maður klæddi sig upp í tilefni af sögulegu friðarsamkomulagi. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert