Fjórir Danir sýknaðir vegna árásar

Omar El-Hussein.
Omar El-Hussein. AFP

Danskur dómstóll hefur sýknað fjóra Dani sem voru sakaðir um að hafa aðstoðað dansk-palestínskan byssumann sem drap kvikmyndagerðarmann og öryggisvörð, sem var gyðingur, í tveimur árásum í febrúar í fyrra.

Mennirnir fjórir höfðu verið ákærðir fyrir „hryðjuverkabrot“. Þeir voru sagðir hafa aðstoðað Omar El-Hussein í aðdraganda síðari árásarinnar, sem átti sér stað fyrir utan bænahús gyðinga.

Árásunum í Kaupmannahöfn var líkt við hryðjuverkin í París í byrjun janúar 2015 þegar  ráðist var á ritstjórnarskrifstofur blaðsins Charlie Hebdo og gyðingamarkað.

El-Hus­sein hóf skot­hríð í menn­ing­arniðstöð þar sem sænski skop­mynda­teikn­ar­inn Lars Vilks var stadd­ur til að taka þátt í ráðstefnu um tján­ing­ar­frelsi. Íslamsk­ir öfga­menn hafa haft horn í síðu Vilks eft­ir að hann birti mynd af Múhameð spá­manni í hunds­líki árið 2007. 

El-Hussein lést í skot­b­ar­daga við dönsku lög­regl­una nokkr­um klukku­stund­um síðar í Nør­re­bro.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert