Handtekinn vegna 51 árs gamals morðmáls

Elsie Frost var aðeins fjórtán ára gömul er hún var …
Elsie Frost var aðeins fjórtán ára gömul er hún var myrt. mbl.is

Lögreglan á Bretlandseyjum hefur handtekið 78 ára gamlan karlmann vegna morðs á fjórtán ára gamalli skólastúlku fyrir 51 ári síðan.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að maðurinn sé nú yfirheyrður vegna gruns um að hafa myrt Elsie Frost árið 1965.

Frétt mbl.is: Rannsaka 50 ára gamalt morðmál

Elsie var stung­in til bana árið 1965. Hún var þá á göngu í gegn­um lest­ar­göng í Wakefield á Englandi. Þegar lögreglan ákvað fyrir ári síðan að taka málið aftur til rannsóknar vegna nýrra vísbendinga kom fram að hún væri að leita upplýsinga um „slátr­ara eða starfs­mann slát­ur­húss“ sem sást hjóla í námunda við þann stað þar sem lík henn­ar, klætt gulri peysu, rauðum stakk og mynstruðu pilsi, fannst. 

Í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina segir lögreglumaðurinn Nick Wallen að frá því að málið var endurupptekið hafi lögreglunni borist fjöldi vísbendinga frá almenningi, m.a. nýjar upplýsingar um málið. Þessum vísbendingum hafi verið fylgt fast eftir. „Í kjölfarið höfum við nú handtekið 78 ára gamlan mann í Berkshire.“

Það var kona að viðra hund­inn sinn sem gekk fram á lík Elsie snemma morg­uns. Í krufn­ing­ar­skýrslu kem­ur fram að hún hafi ekki verið beitt kyn­ferðis­legu of­beldi. Málið var al­gjör ráðgáta þar sem eng­in aug­ljós ástæða var fyr­ir árás­inni.

Verkamaður sem bjó á svæðinu, hinn 33 ára Ian Bern­ard Spencer, var ákærður fyr­ir morðið á sín­um tíma. Fallið var frá ákær­unni skömmu síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert