Kim mun áfram stýra Alþjóðabankanum

Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans.
Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans. AFP

Stjórn Alþjóðabankans samþykkti samhljóða að velja Jim Yong Kim til að stýra bankanum áfram annað tímabilið sitt sem forseti bankans. Þetta tilkynnti bankinn núna í kvöld.

Kim var eini frambjóðandinn í kjörinu, en ferlið var gagnrýnt af starfsfólki bankans fyrir að skorta gegnsæi og að Bandaríkin hafi í raun stýrt því.

Kim er læknir að mennt og tók við sem forseti bankans af Robert Zoellick árið 2012. Kim var rektor Dart­mouth há­skól­ans í Banda­ríkj­un­um en hann er fædd­ur í Suður-Kór­eu 1959. Hann lærði lækn­is­fræði í Har­vard og stýrði áður HIV/​AIDS deild Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

Kjör hans fyrir fjórum árum vakti talsverða athygli þar sem almennt hefur aðili úr fjármálageiranum verið valinn í þetta starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert