Tveir myrtir í Danmörku

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Vefur lögreglunnar

Tvö morð voru framin í Danmörku í gærkvöldi. Tæplega sextugur maður var skotinn til bana í smábænum  Hørdum i Thy á Jótlandi og síðan var fertugur maður stunginn til bana í Álaborg.

Í fréttum á vef TV2 kemur fram að 59 ára maður hafi fundist látinn í íbúð sinni í Hørdum í morgun. Ljóst er að hann hafi verið skotinn til bana en fátt er frekur vitað um málið annað en að sonur mannsins hafi komið að föður sínum látnum. Hann hafði verið skotinn með veiðiriffli. Ekki er talið að um sjálfsvíg sé að ræða. 

Í Álaborg er 22 ára gamall maður í haldi lögreglu grunaður um að hafa stungið mann ítrekað með hnífi í nótt. 

Fréttir TV2

Tilkynning frá lögreglunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert