Einn talinn af eftir skotárás í skóla

Lögregla í Bandaríkjunum. Mynd úr safni
Lögregla í Bandaríkjunum. Mynd úr safni AFP

Að minnsta kosti þrír særðust í skotárás sem gerð var í grunnskóla í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í dag. Talið er að einn þeirra sé látinn. Lögregla var kölluð til í bænum Townville eftir að upp kom „neyðarástand“ í skólanum að því er Fox News hafa eftir fjölmiðli í bænum.

Kemur þar fram að The Greenville News greini frá því að tvö börn séu meðal þeirra sem særðust í árásinni og að maður hafi fundist látinn við skólann. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Frétt Fox News um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert