Dæmdur fyrir að gagnrýna trúarbrögð

Amos Yee fyrir utan dómssalinn.
Amos Yee fyrir utan dómssalinn. AFP

17 ára gamli bloggarinn Amos Yee hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi í heimalandi sínu, Singapúr, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa sært „trúarlegar tilfinningar.“ Þetta kemur fram á vef BBC.

Yee mun eyða sex vikum bak við lás og slá vegna þess að hann setti viljandi fram gagnrýni á kristnidóm og Íslam í bloggfærslum sínum.

Dómari í málinu sagði að gjörðir Yee gætu skapað óróa í samfélaginu. Yee kom með móður sinni í dómssal. Hún sagði að dómurinn væri sanngjarn og sonur hennar iðraðist gjörða sinna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hinn bloggari er dæmdur fyrir það sem þykja óviðeigandi ummæli á bloggi sínu. Fyrir tveimur árum var hann dæmdur í fjögurra vikna fangelsi fyrir að hæðast að Lee Kuan Yew, fyrrverandi leiðtoga Singapúr og líkja honum við Jesú.

Ýmsir mannréttindahópar telja dóminn grófa aðför að tjáningarfrelsi. Phil Robertson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Asíu­deil­ar Hum­an Rights Watch, sagði Singapúr þurfa að hugsa þessi mál upp á nýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert