Forsetinn er að koma á aga í landinu

Manny Pacquiao.
Manny Pacquiao. AFP

Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao viðurkennir að hann hafi neytt „allskyns eiturlyfja.“ Hann styður þó áætlanir forseta Fil­ipps­eyja, Rodrigo Duterte, gegn eiturlyfjaneyslu í landinu.

Pacquiao, sem var kjörinn öldungadeildarþingmaður í maí, styður hertar aðgerðir en 3.000 manns hafa fallið í stríðinu gegn fíkni­efn­um sem Duterte boðaði til í lok júní. Pacquiao segir að forsetinn hafi verið valinn af Guði til að koma aga á í landinu.

„Forsetinn veit ekki af eiturlyfjareynslu minni. Ég hef prófað allar tegundir eiturlyfja,“ sagði Pacquiao og bætti við að það hefði allt gerst áður en hann sneri sér að hnefaleikum.

„Það er ástæða fyrir því að Guð kom honum þar sem hann er; til að koma aga á. Fólk hefur hingað til ekki virt lögin, yfirvöld og leiðtogann. Duterte reynir að láta fólk vita að það verði að virða lög og land.“

Duterte hefur sagt að vandinn sé sá að hann geti ekki drepið alla eiturlyfjaframleiðendur í landinu. „Vand­inn er sá [...] að ég get ekki drepið þá alla [...] jafn­vel þó að mig langi til þess,“ sagði forsetinn við fréttamenn í heimalandinu fyrir nokkrum dögum.

Frétt Sky um málið.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, stígur út úr bíl.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, stígur út úr bíl. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert