„Haldið kjafti og verið kyrrir”

Hanadi er 39 ára gömul tveggja barna móðir og stýrir …
Hanadi er 39 ára gömul tveggja barna móðir og stýrir 70 manna her í Írak og berst gegn ISIS-liðum. Skjáskot CNN

„Haldið kjafti og verði kyrrir,” hrópar kona í hermannfötum með svartan höfuðklút á vopnaða hermenn sem standa fyrir aftan hana um leið og hún sest niður til að veita blaðamanni CNN viðtal. Svona hefst greinargott viðtal CNN við hina 39 ára gömlu Wahida Mohamed sem er betur þekkt undir nafninu Um Hanadi. Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

„Ég hugsað með mér að þetta væri  kona sem krefst virðingar. Undir vinstri hendi bar hún  9 millimetra byssu af gerðinni Baretta. Gikkurinn á byssunni var orðinn silfurlitaður af mikilli  notkun á svartri byssu.”     

Hanadi leiðir um 70 manna her á svæðinu í kringum bæinn Shirqat sem er 80 km suður af Mósúl í Írak.

Hún ásamt hermönnum sínum eru hluti af varaher sem nýlega hjálpaði hernum að hrekja liðsmenn Ríkis íslams út úr borginni.

Kvenkynshermenn eru fámennir í karlaheimi Íraks

„Ég byrjaði að berjast gegn hryðjuverkamönnum árið 2004. Ég vann með íraska öryggisvarnarliðinu,” segir hún. Fyrir vikið dró hún að sér athygli al-Qaída liða í Mesapótamíu sem síðar urðu liðsmenn Ríkis íslams.

Hanadi bárust líflátshótanir frá háttsettum liðsmönnum Ríkis íslams en hún hefur alltaf neitað að gefast upp.

„Ég er efst á list hjá þeim yfir þá sem þeir vilja feiga.” segir hún og heldur áfram „ég er eftirsóttari en forsætisráðherrann.” 

Bílasprengjum hefur ótal sinnum verið komið fyrir í bílum hennar. Þetta var á árunum 2006, 2009, 2010 og þrjár bílasprengjur árið 2013 og síðast árið 2014. 

Hún er með sprengjubrot í höfðinu og í fætinum og brotin rifbein.

Liðsmenn Ríkis íslams hafa drepið báða eiginmenn hennar, þann seinni á þessu ári. Þeir hafa einnig drepið föður og þrjá bræður hennar. Hún hefur sjálf sex sinnum komist lífs af þegar reynt hefur verið að drepa hana. Hún segir þetta hlutskipti sitt réttlæta gjörðir sínar. 

„En allt þetta hefur ekki stoppað mig í að berjast gegn þeim.” segir hún.

Eldað höfuð og brent lík liðsmanna Ríkis íslams á báli

Hún hefur leitt herlið sitt  ótalsinnum gegn liðsmönnum Ríkis íslams.

„Ég hef barist við þá. Afhöfðað þá. Eldað höfuð þeirra og brennt þá á báli,” segir hún um þá sem hafa orðið undir í baráttu hennar. 

„Hún kom ekki með neinar afsakanir né tilraunir til að réttlæta gjörðir sínar. Hún var hreykin af afrekum sínum og þetta var ekki játning.” Lýsir blaðamaður CNN frásögninni. Hún benti ennfremur á Facebook-síðu sína máli sínu til stuðningur. Þar væri þetta allt skjalfest.

Móðir tveggja dætra sem hafa hlotið herþjálfun

Hanadi lýsir sjálfri sér sem húsmóður. Hún á tvær dætur, 20  og 22 ára. Þær hafa hlotið herþjálfun og eru tilbúnar að berjast  en eru uppteknar um þessar mundir að ala upp börnin sín, að sögn Hanadi.  

„Þegar viðtalinu var lokið. Fór Hanadi að fylgdarliði sínu og upp í jeppa. Ég gekk að einum bílanna þar sem þrír menn sátu í framsætinu. Einn þeirra dró upp stóra sveðju og sagði. „Þetta er fyrir Desh,“ sem er notað til að lítillækka liðsmenn Ríkis íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert