Hollensk yfirvöld kæra Pokémon Go

Hollensk yfirvöld hafa fengið nóg af átroðningi leikjanotenda Pokémon Go.
Hollensk yfirvöld hafa fengið nóg af átroðningi leikjanotenda Pokémon Go. AFP

Hollensk yfirvöld hafa kært bandaríska framleiðendur snjallsímaleiksins  Pokémon Go. Ástæðan er sú að höfundar leiksins hafa ekki virt tilmæli yfirvalda um að koma í veg fyrir að hægt sé að veiða pókémona á vernduðum ströndum í strandbænum Kijkduin en þangað flykkjast dyggir spilarar leiksins. 

Frá því leikurinn fór í loftið í Hollandi hafa þúsundir leikjanotenda streymt á strendur bæjarins Kijkduin en þar lúra á hverjum degi hundruð eftirsóttra pókémona  og bíða þess eins að verða veiddir. Mörgum þykir meira en nóg um átroðninginn af leikjanotendum.  

Yfirvöld fara fram á að pókémonar verði ekki sýnilegir á götum úti frá kl. 23 til kl. 7 um morguninn.

Málið verður tekið fyrir dómstól í Hag 11. október nk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert