Lík konunnar fannst í ferðatösku

Wikipedia

Karlmaður á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið ákærð í Ástralíu fyrir morð. Þau eru talin hafa banað eiginkonu mannsins sem einnig var móðir konunnar. Veiðimaður fann lík konunnar í júlí í ferðatösku sem flaut um á Swan-ánni við borgina Perth.

Lögreglan telur að konan, Annabelle Chen, hafi verið myrt á heimili sínu í útjaðri Perth. Kennsl voru ekki borin á konuna fyrr en dóttir hennar tilkynnti að hún væri týnd fyrr í þessum mánuði. Chen hafði skilið við manninn sem sjálfur átti heima bæði í Singapúr og Malasíu.

Eftir skilnaðinn flutti Chen frá Singapúr til Perth árið 1999 ásamt dóttur þeirra. Ekki liggur fyrir hvers vegna hún var myrt. Málið var dómtekið í gær og verður tekið aftur fyrir í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert