Vildi „hefna sín“ á sjónum

Eric Dargent er komoinn aftur á brettið.
Eric Dargent er komoinn aftur á brettið. AFP

Franski brimbrettakappinn Eric Dargent eyddi litlum tíma í sjálfsvorkunn eftir að hann missti fótinn í hákarlaárás fyrir fimm árum. Þess í stað ákvað hann að koma sér aftur af stað og „hefna sín.“

„Nokkrum dögum eftir slysið vildi ég ólmur komast aftur á brettið,“ sagði Dargent, sem er 39 ára gamall. Dargent og snjóbrettakappinn Patrice Barattero, ásamt sérfræðingum, hjálpuðust að við að hanna gervifót en Barattero er einnig einfættur.

Hákarl réðst á Durgent í febrúar fyrir fimm árum þar sem hann var á brimbretti. „Fóturinn rifnaði af á nokkrum sekúndum. Ég áttaði mig ekki á því strax. Sem betur fer var ég nálægt strönd,“ sagði Dargent um daginn örlagaríka fyrir rúmum fimm árum.

„Vissulega eru einhverjir hlutir öðruvísi en þetta er samt talsvert líkt því sem það var. Ég fann fyrir miklum áhuga, var fullur orku og langaði að hefna mín,“ sagði Dargent.

„Ánægjan er til staðar en þetta er jafnvel enn betra en áður. Ég gleymi fötluninni þegar ég er kominn í vatnið.“

Dargent með brettið í höndunum á leið í sjóinn.
Dargent með brettið í höndunum á leið í sjóinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert