Dæmdur barnaníðingur malar gull

Adam Johnson á leið til réttarhalda í máli sínu í …
Adam Johnson á leið til réttarhalda í máli sínu í mars. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Adam Johnson, sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir barnaníð í mars, þénar 5000 pund (745 þúsund íslenskar krónur) á viku bak við lás og slá. 

Hinn 29 ára gamli fyrrverandi leikmaður Sunderland fjárfesti fyrir fimm milljónir punda (745 milljónir íslenskra króna) í ýmsum fasteignum áður en hann var fangelsaður.

John­son játaði í byrjun ársins kyn­ferðis­brot gegn 15 ára stúlku og var í kjöl­farið vikið frá Sund­erland. Marga­ret Byr­ne, fram­kvæmda­stjóri Sund­erland, sagði starfi sínu lausu eft­ir að hafa legið und­ir ámæli fyr­ir það að hafa leyft Adam John­son að æfa og leika með liðinu þrátt fyr­ir ásak­an­ir um kyn­ferðis­brot.  

Adam Johnson.
Adam Johnson. AFP

Johnson, sem er 29 ára gamall, var með 60 þúsund pund (8,9 milljónir íslenskra króna) í vikulaun þegar hann lék með Sunderland. 

„Hann hefur þénað vel í mörg ár og hefur fengið góða fjárhagsráðgjöf. Hann átti stórt hús og bíla en hefur aldrei eytt peningum í tóma vitleysu. Hann verður ennþá ríkur maður þegar hann losnar úr fangelsinu,“ sagði kunningi Johnsons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert