„Ég myndi slátra þeim með glöðu geði“

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, líkti stríðinu við eiturlyfjastarfsemi í heimalandinu við fjöldamorð Hitlers á gyðingum og sagðist „slátra með glöðu geði“ milljónum eiturlyfjafíkla.

Duterte sagði Bandaríkin og Evrópusambandið jafnframt vera hræsnara vegna gagnrýni þeirra á stríð hans við eiturlyf. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa verið drepin síðan hann tók við embæti fyrir þremur mánuðum síðan.

„Hitler framdi fjöldamorð á þremur milljónum gyðinga. Núna eru þrjár milljónir eiturlyfjafíkla (á Filippseyjum). Ég myndi slátra þeim með glöðu geði,“ sagði Duterte í heimabæ sínum Davao eftir að hann kom úr opinberri heimsókn til Víetnams.

Hann bætti við að hann vilji losna við alla glæpamenn í landinu til að binda endi á vandamálin sem þar eru  og koma þannig í veg fyrir tortímingu næstu kynslóðar.

Frétt mbl.is. Forsetinn er að koma á aga í landinu

Rodrigo Duterte flytur ræðu við komu sína til Filippseyja.
Rodrigo Duterte flytur ræðu við komu sína til Filippseyja. AFP

Duterte, sem er 71 árs, vann forsetakosningarnar í maí með yfirburðum eftir að hafa heitið því að þurrka út eiturlyf í landinu og hét hann því að heyja glæpastríð þar sem 100 þúsund manns myndu deyja.

Frétt mbl.is: „Ég get ekki drepið þá alla“

Vestræn stjórnvöld og mannréttindahópar hafa gagnrýnt glæpastríðið harðlega og varað við því að fólk sé tekið af lífi án dóms og laga.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafa báðir lýst yfir áhyggjum af ástandi mála á Filippseyjum.

Starfsmenn útfararstofu halda á líki grunaðs eiturlyfjasala á Filippseyjum.
Starfsmenn útfararstofu halda á líki grunaðs eiturlyfjasala á Filippseyjum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert