Fjölmenni við útför Peres

Fjölmargir þjóðarleiðtogar eru komnir til Ísraels til þess að vera við útför Shimon Peres, handhafa friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi forseti Ísraels, sem lésty á miðvikudag 93 ára að aldri.

Útförin fer fram í þjóðargrafreit Ísraels í Jerúsalem. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í borginni og hafa nokkrir verið handteknir í öryggisskyni. Meðal gesta eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu sem er í sinni fyrstu heimsókn í Ísrael frá árinu 2010.

Frétt mbl.is: Hetja eða stríðsglæpamaður

Frétt mbl.is: Peres þungt haldinn á gjörgæslu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert