Flóttamaður bjargaði brúðkaupi

Sýrlenski flóttamaðurinn kom til bjargar.
Sýrlenski flóttamaðurinn kom til bjargar. Skjáskot/Facebook

Sýrlenski flóttamaðurinn Ibrahim Halil Dudu kom til bjargar í brúðkaupi í Kanada á dögunum, einungis fjórum dögum eftir að hann kom til landsins.

Ein af brúðarmeyjunum í brúðkaupi Jo Du braut rennilásinn á kjólnum sínum skömmu áður en fyrirhugað brúðkaup átti að hefjast. Konurnar sem voru á leið í brúðkaupið höfðu ekki hugmynd um að fyrirtaks klæðskeri væri staddur í næsta nágrenni.

Ibrahim Halil Dudu kann ekki stakt orð í ensku en hann bjargaði málunum. „Ég var svo spenntur og ánægður. Ég vil hjálpa kanadísku fólki,“ sagði Ibrahim með aðstoð túlks.

Hann kom með saumagræjurnar ásamt syni sínum og David Hobson, manninum sem endurhannaði kjallarann þannig að Ibrahim og fjölskylda hans gætu búið þar.

„Nokkrum mínútum síðar var hann búinn að laga kjólinn og hann var eins góður og nýr,“ sagði brúðkaupsljósmyndarinn, Lindsay Coulter, en hún náði myndum af atvikinu.

„Ég tek myndi af fólki sem upplifir mesta hamingjudag lífs síns. Í dag kom maður sem hefur upplifað hræðilega hluti til bjargar,“ skrifaði hún á Facebook-síðu sína.

Ibrahim og fjölskylda hans biðu eftir hæli í Tyrklandi í þrjú ár eftir að hafa flúð heimalandið. „Ég held að Kanadabúar vilji hjálpa þegar þeir sjá aðra hjálparþurfi. Við elskum Kanada og vitum að við unnum í lottóinu þegar með því að fæðast hérna,“ bætti Lindsay við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert