„Við þurfum lækna ekki lögreglu“

AFP

Fleiri þúsundir tóku þátt í aðgerðum fyrir utan þinghúsið í Varsjá í Póllandi í dag þar sem frumvarpi til laga um nánast algjört bann við fóstureyðingum var mótmælt. Svartklæddir mótmælendur báru spjöld þar sem á stóð „Við þurfum lækna ekki lögreglu“.

AFP

Ríkisstjórn Póllands hefur lagt fram frumvarp til laga þar sem kveðið er á um að konur geti aðeins farið í fóstureyðingu ef líf móður sé í húfi. Eins að þyngja eigi refsingar ef fóstureyðingarlögin eru brotin. Þeir sem framkvæmi fóstureyðingar eiga samkvæmt frumvarpinu yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.

Anna Blumsztajn, framhaldsskólakennari, er ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum í dag. Hún segist vera æf af reiði yfir því að einhverjir karlar í jakkafötum ætli sér að ákvarða um líf annars fólks sem býr við óbærilegar aðstæður. 

AFP

Stuðningsmenn rétts fólks til fóstureyðinga hvetja konur til þess að mæta ekki til vinnu á mánudag í Póllandi og taka frekar þátt í mótmælum sem boðuð hafa verið víðsvegar um landið.

Fóstureyðingalöggjöfin er þegar mjög ströng í Póllandi og er einungis heimilt að fara í fóstureyðingu ef konur verða þungaðar eftir nauðgun eða sifjaspell. Eins ef heilsu móður  er í hættu eða ef fóstrið er mjög afmyndað. Nýlegar kannanir benda til þess að mikill meirihluti Pólverja styður gildandi löggjöf og er andsnúinn því að hún verði hert.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert