„Þegar Trump greiddi síðast skatta“

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana.
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana. /AFP

Notendur Twitter keppast nú við að grínast með skattaskilasögu Donalds Trumps. Geint hefur verið frá því að sam­kvæmt gögn­um sem New York Times hef­ur und­ir hönd­um virðist sem Trump hafi ekki greitt tekju­skatt í átján ár vegna 900 millj­óna dala taps af rekstri árið 1995.

Frétt mbl.is: Slapp Trump við tekjuskatt í 18 ár?

Fréttirnar hafa kynt undir kímni Twitter-notenda sem rifja nú upp eftirminnileg atriði frá árinu 1990 undir myllumerkinu #LastTimeTrumpPaidTaxes eða „síðast þegar Trump greiddi skatta“.

Meðal þess sem rifjað er upp er hver staðan var í ástarmálum þeirra Ross og Rachel úr gamanþáttunum Friends, hvernig Kardashian-fjölskyldan leit út og hve tæknin var ólík því sem hún er í dag.

Hér er brot af því besta sem Huffington Post tók saman:

Farsímar voru talsvert ólíkir því sem við þekkjum í dag:

Var Trump demókrati?

Vinirnir Ross og Rachel voru stundum „aðeins meira en bara vinir.“

Kardashian-fjölskyldan er flestum góðkunn:

Þessi Twitter-notandi gleyma að spóla til baka áður en hann skilaði á vídjóleiguna: 








mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert