Vill banna móttöku flóttamannahópa

Forsætisráðherra Ungverjalands vill setja lög um móttöku flóttamannahópa.
Forsætisráðherra Ungverjalands vill setja lög um móttöku flóttamannahópa. AFP

For­sæt­is­ráðherr­a Ungverjalands, Vikt­or Or­bán, hyggst leggja fram frumvarp til laga sem bannar móttöku flóttamannahópa. Frumvarpið verður lagt fram á þinginu 10. október næstkomandi. 

„Þar sem 98% sögðu nei við að taka á móti flóttafólki í þjóðaratkvæðagreiðslunni neyðumst við til að setja þetta í lög,“ segir forsætisráðherrann við AFP. 

Í gær fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Ungverjalandi þar sem spurt var um móttöku flóttafólks í tengslum við svo­kallað kvóta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki bind­andi þar sem kosn­ingaþátt­taka var und­ir 50%.

Frétt mbl.is: 98% vilja ekki taka á móti flótta­mönn­um

Or­bán hef­ur bar­ist öt­ul­lega gegn svo­kölluðu kvóta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hef­ur leit­ast við að tak­ast á flótta­manna­vand­an­um með því að deila flótta­mönn­um niður á aðild­ar­ríki sam­bands­ins.

Ef þessi lög um móttöku flóttamannahópa taka gildi munu þau ekki hafa áhrif á flóttamenn sem eru í landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Hlaupabraut /Göngubraut
NordicTrack hlaupabraut innflutt af Erninum 3 ára Nýyfirfarin á verkstæði og...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...