Andrzej Wajda látinn

Andrzej Wajda árið 2012.
Andrzej Wajda árið 2012. Af Wikipedia

Pólski leikstjórinn Andrzej Wajda er látinn, níræður að aldri. Wajda var einn þekktasti leikstjóri Póllands og voru kvikmyndir hans fjórum sinnum tilnefndar til Óskarsverðlauna.

Hann hlaut margvísleg verðlaun fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2000.

Wajda fékk innblástur sinn til kvikmyndagerðar úr átakasögu pólsku þjóðarinnar.

Meðal þekktustu mynda hans er þríleikurinn A Generation (1954), Kanał (1956) og Ashes and Diamonds (1958). Enginn þeirra hlaut þó tilnefningu til Óskarsverðlauna. Þær hlaut hann hins vegar fyrir myndirnar The Promised Land (1975), The Maids of Wilko (1979), Man of Iron (1981) og Katyń (2007).

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert