Ríki íslams tapað fjórðungi landsvæðis

Liðsmaður Íslamska ríkisins sem nýlega var felldur.
Liðsmaður Íslamska ríkisins sem nýlega var felldur. AFP

Ríki íslams hefur tapað um fjórðungi af því landsvæði sem það réði eitt sinn yfir, samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarsamtökunum IHS.

Samtökin segja að Ríki íslams hafi tapað 28% af landsvæði frá því í janúar 2015 þegar það var hvað mest.

Á fyrstu níu mánuðum þessa árs minnkaði svæðið sem Ríki íslams réð yfir úr 78 þúsund ferkílómetrum í 65.500 ferkílómetra.

Síðastliðna þrjá mánuði hefur reyndar hægt á þessari þróun, að því er BBC greindi frá. Síðan í júlí hafa hryðjuverkasamtökin tapað 2.800 ferkílómetrum.

Samkvæmt IHS helst þetta í hendur við færri loftárásir Rússa á svæði Ríkis íslams.  Í byrjun ársins voru 26% árásanna beint að samtökunum en í sumar var talan komin niður í 17%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert