Ein á ferð og heillar Hollendinga

Katrín hertogaynja af Cambridge var ein á ferð.
Katrín hertogaynja af Cambridge var ein á ferð. AFP

Dagskráin var þétt skipuð hjá Katrínu hertogaynju af Cambridge í dagsferð hennar til Hollands. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn hennar þar sem hún er ein á ferð. Heimsóknin er sögð markast af því að Bretar reyna að bæta ímynd sína eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna. Þrjú ár eru liðin frá síðustu heimsókn meðlima bresku konungsfjölskyldunnar til Hollands.

Heimsókn Katrínar hófst með hádegisverði með Willem-Alexander Hollandskonungi í konunglega setrinu í Wassenaar sem er rétt utan við borgina Haag. Því næst fór hún á safnið Mauritshuis í Haag. Þar var fjöldi fólks saman komin til að taka á móti henni og veifuðu hollenskum og breskum fánum. Katrín hitti einnig fulltrúa heilbrigðisstofnana og ræddi um heilbrigðis- og vímuefnamálefni í breska sendiráðinu.

Daginn áður en Katrín hélt til Hollands hittust forsætisráðherrar landanna beggja í Hollandi. Eftir fund með Teresu May sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, að tímarnir væru tvísýnir eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna. Hann sagði jafnframt að það hefði verið gott að hitta breska kollega sinn til að skiptast á skoðunum.

Í síðasta mánuði lét konungur Hollands þau orð falla við opnun þingsins að það væru óvissutímar í Evrópu eftir Brexit. Það gæti mögulega þýtt atvinnuleysi meðal Hollendinga. Bretland er þriðji stærsti viðskiptaaðili sem Holland á í viðskiptum við á eftir Þýskalandi og Belgíu.

Hollensk börn voru spennt að sjá Katrínu.
Hollensk börn voru spennt að sjá Katrínu. AFP
Katrín í heimsókn í Mauritshuis-safninu í Haag með safnstjóranum Emilie …
Katrín í heimsókn í Mauritshuis-safninu í Haag með safnstjóranum Emilie Gordenker. AFP
Katrín gaf sér tíma til að heilsa upp á fólkið.
Katrín gaf sér tíma til að heilsa upp á fólkið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert