„Hún ætti að skammast sín“

Imelda Bautista Schweighart.
Imelda Bautista Schweighart. Ljósmynd/Facebook

Filippeysk fegurðardrottning hefur verið gagnrýnd fyrir að líkja forseta landsins, Rodrigo Duterte, við Adolf Hitler.

Imelda Bautista Schweighart, sem tekur þátt í Ungfrú heimur, bar þá saman í myndskeiði vegna keppninnar á samfélagsmiðlum. 

Schweighart spurði austurríska keppandann, Kimberly Budinksy, hvort Hitler væri frá Austurríki. „Þetta er frekar leiðinleg spurning vegna þess að við tölum ekki um Hitler. En jú, hann var austurrískur,“ svaraði Budinsky.

„Guð minn góður. Forsetinn okkar hérna í Filippseyjum er að gera hluti eins og Hitler,“ svaraði Schweighart.

„Það er brjálæði,“ svaraði Budinsky.

Búið er að fjarlæga myndskeiðið en fólk kvartar vegna málsins á Facebook-síðu fegurðarsamkeppninnar. „Hún ætti að skammast sín. Ég held að þú ættir að biðja alla Filippseyinga afsökunar,“ skrifaði einn.

Schweighart sagði að um brandara hefði verið að ræða og að hún væri stuðningsmaður forsetans. 

Sjálfur hefur Duterte líkt stríðinu í Filippseyjum við eiturlyfjastarfsemi og fjöldamorð Hitlers á gyðingum. Hann sagðist „slátra með glöðu geði“ millj­ón­um eit­ur­lyfjafíkla.

Rodrigo Duterte.
Rodrigo Duterte. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert