Christina prinsessa með hvítblæði

Blaðamaðurinn Carl Otto Werkelid, Christina prinsessa og ljósmyndarinn Ralf Turander …
Blaðamaðurinn Carl Otto Werkelid, Christina prinsessa og ljósmyndarinn Ralf Turander en þau komu að gerð æviminninga prinsessunnar. Kungahuset.

Christina Svíaprinsessa er með hvítblæði og er að hefja meðferð vegna þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku konungsfjölskyldunni í dag en prinsessan er systir Karls Gústafs konungs. Hún er 73 ára gömul. Konungsfjölskyldan segir að Christinu heilsist að öðru leyti vel og að hún og fjölskylda hennar vonist til þess að fjölmiðlar veiti henni nauðsynlegan frið á meðan meðferð stendur og að hún muni draga sig í hlé frá opinberum embættisverkum.

Upplýsingafulltrúi konungsfjölskyldunnar, Margareta Thorgren, vill ekki upplýsa í samtali við Aftonbladet í hverju meðferðin felst annað en að hún fari eftir ráðleggingum lækna.

Christina greindi frá því árið 2010 að hún hafi fengið brjóstakrabbamein og hafi þurft að fara í þrjár aðgerðir vegna þess sem og lyfja- og geislameðferð.

Frá brúðkaupi Christinu prinsessu og Tords Magnusson árið 1974.
Frá brúðkaupi Christinu prinsessu og Tords Magnusson árið 1974. Kungahuset.

Christina prinsessa er yngsta systir Karls Gústafs XVI. Hún gekk að eiga Tord Magnusson árið 1974. Þau eiga þrjá drengi, Gustaf, Oscar og Victor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert