Prinsinn slasaðist á trampólíni

Friðrik krónprins ásamt eiginkonu sinni, Mary Elizabeth Donaldson prinsessu.
Friðrik krónprins ásamt eiginkonu sinni, Mary Elizabeth Donaldson prinsessu. Af vef Kpngahuset/Scanpix

Friðrik krónprins Danmerkur meiddist á hálsi við að stökkva á trampólíni í morgun og þarf að nota hálskraga næstu tólf vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Samkvæmt upplýsingum frá konungsfjölskyldunni átti slysið sér stað í leikfimisal en Friðrik, sem er 48 ára gamall, var þar í einkaerindum. Ljóst er að hann mun ná sér að fullu.

Vegna meiðslanna þurfti Friðrik að hætta við að mæta í móttöku sem konungsfjölskyldan hafði skipulagt fyrir danska íþróttamenn sem kepptu á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. Friðrik óskar öllum gestum í móttökunni sem verður í Kristjánshöll góðrar skemmtunar, í fréttatilkynningu.

Frétt Berlingske

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert