Tíu ár í fangelsi

Íranir
Íranir AFP

Bandarískur viðskiptaráðgjafi og faðir hans sem er 80 ára gamall hlutu báðir 10 ára fangelsisdóm í Íran. Þeim er gefið að sök að „vinna með hinni fjandsamlegu ríkisstjórn Bandaríkjanna“.

Siamak Namazi var handtekinn í Tehran fyrir ári. Hann er menntaður í alþjóðatengslum og starfar sem viðskiptaráðgjafi. Faðir hans, Baquer Namazi, var handtekinn í febrúar á þessu ári þegar hann fór til Íran til að freista þess að fá son sinn lausan úr haldi. Faðirinn, Baquer Namazi starfaði lengi hjá barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Í síðast mánuði sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að hann óttast um heilsu sína.

Dramatískt myndband af handtöku föðurins biritst á vefmiðlinum Mizan. Í því sést handtakan og einnig myndbrot af blaðamanni Washington Post, Jason Rezaia, sem hlaut tveggja ára dóm fyrir njósnir.

Vefmiðillinn fullyrðir að þrír aðrir hafi einnig hlotið 10 ára dóm fyrir sömu sakir, að starfa með ríkisstjórn Bandaríkjanna. Á meðal þeirra er hinn líbanski-bandaríski Nezar Zaka. Í nóvember árið 2015 sagði Ríkissjónvarpið í Íran Zaka hafa verið handtekinn vegna „fjölda tengsla við bandarískt herlið“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert