Atvinnutrúðar óttast um líf sitt

Suður-amerískir trúðar komu saman á árlegri trúðaráðstefnu í Jimenez Rueda …
Suður-amerískir trúðar komu saman á árlegri trúðaráðstefnu í Jimenez Rueda Theatre í Mexíkóborg í gær þar sem þeir ræddu meðal annars öryggi sitt í kjölfar ógnvekjandi trúðaæðis sem nú gengur yfir. AFP

Hundruð atvinnutrúða í Suður-Ameríku hafa fordæmt trúðaæðið sem gengur nú yfir heiminn. Trúðarnir sem hafa verið að dúkka upp hér og þar eru alls ekki glaðlegir og gerðir til að skemmta börnum, heldur hafa þeir vakið athygli fyrir að vera afar óhugnalegir þar sem þeir hræða fólk á götum úti.

Sjá frétt mbl.is: Trúðar vekja óhug

Óhugn­an­legu trúðanna var fyrst vart í Banda­ríkj­un­um í ág­úst. Einnig hafa frétt­ir borist af óhugn­an­leg­um trúðum í Bretlandi, Ástr­al­íu, Bras­il­íu, Svíþjóð og Dan­mörku og hef­ur þeim farið ört fjölg­andi með hjálp sam­fé­lags­miðla.

Suður-amerísku trúðarnir segja þetta æði skemma ímynd þeirra sem sinna trúðamennskunni af alúð. Fjöldi þeirra kom saman á árlegri trúðaráðstefnu í Mexíkó á dögunum þar sem þeir kyrjuðu saman: „Við erum trúðar, ekki morðingjar.“

Í síðustu viku hafði lögreglan í mexíkósku borginni Mexicali afskipti af fimm ungmennum sem klæddu sig upp sem trúðar og ógnuðu fólki með kylfum. Trúðaæðið hefur orðið til þess að lögregla í nokkrum mexíkóskum borgum hefur aukið eftirlit fyrir utan skóla og hafa verslunar sem selja trúðavarning verið beðnar að fjarlægja varninginn úr búðargluggunum.

Atvinnutrúðar eru ekki hrifnir af fólki sem tekur upp á …
Atvinnutrúðar eru ekki hrifnir af fólki sem tekur upp á því að klæða sig upp sem trúðar og hræða fólk. AFP

Ronald McDonald dregur sig í hlé

Æðið hefur nú einnig haft áhrif á skyndibitarisann McDonalds, en fyrirtækið hefur neyðst til að draga úr opinberum framkomum einkennistrúðs fyrirtækisins, Ronald McDonald.  

Þeir sem hafa trúðastarfið fyrir atvinnu hafa hins vegar vaxandi áhyggjur af áhrifunum sem óhugnalega trúðaæðið gætu haft. „Það er meira gott en slæmt við trúða, við reynum að sinna okkar starfi eftir bestu getu,“ segir atvinnutrúðurinn Hoi Hoi í samtali við Reuters. „Mér finnst ekkert fyndið við þetta,“ segir argentínski trúðurinn Fluorescent Plug.  

Atvinnutrúðarnir eru einnig farnir að hafa áhyggjur af eigin öryggi. Thomas Morale, forseti bræðralags suður-amerískra trúða sagði í samtali við fjölmiðla að ef fólk fer almennt að líta á trúða sem ógnvekjandi verur gæti það leitt til þess að ráðist verði á þá á götum úti og þær gætu jafnvel verið myrtir. Yfir 10.000 trúðar eru hluti af bræðralaginu.

Umfjöllun BBC í heild sinni

Fjöldi atvinnutrúða kom saman á árlegri ráðstefnu trúða í Mexíkóborg …
Fjöldi atvinnutrúða kom saman á árlegri ráðstefnu trúða í Mexíkóborg í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert