Bútaði líkið niður og setti í sýrubað

Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir líkamsparta í baðkarinu.
Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir líkamsparta í baðkarinu. AFP

Breskur lögreglumaður var kyrktur og lík hans bútað niður og hlutar þess leystir upp í sýrubaði. Við réttarhöldin yfir manni sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fram að þeir hefðu kynnst í gegnum stefnumótasíðuna Grindr. Þegar lögreglumaðurinn kom á heimili morðingjans beið hans ekki lostafullt kynlíf eins og hann hafði vonast eftir heldur dauðinn.

Lögreglumaðurinn hét Gordon Semple og hafði deilt áhuga sínum á BDSM-kynlífi með Stefano Brizzi í gegnum netið.

Þann 1. apríl var Semple, sem var 59 ára, á lögregluvakt en ákvað að hitta Brizzi í íbúð í suðurhluta Lundúna.

Brizzi, sem er fimmtugur, hafði boðað þriðja manninn í kynlífssvall og sá bankaði upp á eftir að Semple var mættur á svæðið. Brizzi var þá „í miðju kafi að kyrkja“ lögreglumanninn, eins og saksóknari sagði við réttarhöldin í dag, samkvæmt rétt Telegraph um málið.

Þriðja manninum var sagt að vegna veikinda yrði ekkert af svallinu.

Næstu daga fóru nágrannar að finna hræðilega lykt fúr íbúð Brizzis. Þegar þeir gengu á hann og spurðu hvað væri í gangi sagðist hann vera að elda mat fyrir vin.

Viku eftir morðið hringdu nágrannar loks í lögregluna. Þegar hún kom á staðinn var Brizzi fyrir í íbúðinni, aðeins klæddur nærbuxum og með sólgleraugu. Í baðkarinu voru líkamshlutar í sýrubaði.

Brizzi sagði við lögregluna við yfirheyrslur: „Ég reyndi að leysa upp líkið. Ég drap lögreglumann. Ég drap hann í síðustu viku. Ég hitti hann á Grindr og ég drap hann. Djöfullinn sagði mér að gera það.“

Verjendur Brizzi hafa ekki borið því við að hann sé truflaður á geði. Brizzi haldi því fram að lögreglumaðurinn hafi látist fyrir slysni í kynlífsleik þeirra.

Í frétt Telegraph segir að við réttarhöldin í morgun hafi komið fram að Brizzi hafi notað örvandi efni og m.a. misst starf sitt vegna vímuefnaneyslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert