Górilla flúði búr sitt í London

Kumbuka er haldið í dýragarðinum í London.
Kumbuka er haldið í dýragarðinum í London.

Górilla slapp úr búri sínu í dýragarðinum í London. Hún fór inn í aðstöðu starfsmanna þar sem hún gæddi sér á berjasafa. Þegar flóttinn uppgötvaðist var hún handsömuð, deyfð og flutt aftur í búr sitt.

Kumbuka er silfurbakur, karldýr af ætt láglendisgórilla. Hann sá tækifæri skapast og ákvað að reyna að flýja. Öryggisgalli olli því að búr hans var ekki læst. Atvikið átti sér stað 13. október.

Í frétt BBC um málið segir að dýrahirðir hafi séð til þess að Kumbuka var rólegur í þessum framandi aðstæðum þar til hann var fluttur aftur í búrið.

„Það voru engir lásar brotnir, Kumbuka braut engar rúður, hann var í raun aldrei laus,“ segir David Field, sem starfar hjá dýragarðinum, í samtali við BBC.

Kumbuka fór út um opnar dyr á búri sínu og inn í starfsmannaaðstöðuna. Þar var fyrir sá dýrahirðir sem mest hefur sinnt honum. Hann er sagður eiga „mjög náið“ samband við górilluna. Dýrahirðirinn yfirgaf svo svæðið og þá drakk Kumbuka fimm lítra af berjasafa.

Margir eru komnir á þá skoðun að górillur eigi alls ekki heima í dýragörðum. Sama hversu vel er hirt um þær þar. Í náttúrunni þurfa þær mikið rými sem engan veginn er hægt að veita þeim í dýragörðum. Þá eru þær hræddar við mannfólk og glerveggir dýragarðanna verða til þess að gestir garðanna eru stanslaust áreiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert