Hlé af mannúðarástæðum í Aleppo

Sýrlendingar halda á líki manns eftir loftárásir á Aleppo.
Sýrlendingar halda á líki manns eftir loftárásir á Aleppo. AFP

Hlé var gert á átökum í sýrlensku borginni Aleppo af mannúðarástæðum klukkan fimm í morgun. Rússar segja að hléið muni standa yfir þangað til um miðjan daginn í dag og mögulega gæti það haldið áfram.

Sýrlenski herinn segir að hléið muni standa yfir í þrjá daga.

Þrátt fyrir það brutust út átök á svæði þar sem almennir borgarar eiga að fá að yfirgefa borgina, samkvæmt blaðamanni AFP-fréttastofunnar.

Sýrlenski herinn hefur lýst því yfir að átta svæði verði opnuð sem eigi að tryggja það að almennir borgarar, sem eru um 250 þúsund talsins og fastir á átakasvæðum í Aleppo, geti yfirgefið borgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert