Í verkfall vegna nauðgunar og morðs

Konur í Mexíkóborg mótmæla ofbeldi gegn konum og því sem …
Konur í Mexíkóborg mótmæla ofbeldi gegn konum og því sem gerðist í Argentínu. AFP

Þúsundir argentínskra kvenna fóru í klukkutíma verkfall til að mótmæla grimmilegri nauðgun og morði á sextán ára táningsstúlku.

„Ef þið snertið eina af okkur þá munum við bregðast við,“ stóð á skiltum sem margar þeirra héldu á í mótmælagöngu sinni.   

Gangan var farinn í minningu Luciu Perez, menntaskólanema, sem lést 8. október eftir að eiturlyfjasalar, að því er talið er, gáfu henni eiturlyf, nauðguðu henni og stjaksettu. 

Frá mótmælunum í Buenos Aires.
Frá mótmælunum í Buenos Aires. AFP

Mennirnir skildu hana eftir á sjúkrahúsi og sögðu að hún hefði tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum. Læknar fundu sannanir fyrir því að hún hefði orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi.

Aðgerðarsinnar hvöttu konur til að klæðast svörtu og ganga um götur í mótmælaskyni.

„Mál Luciu Perez varð til þess að krefjast réttlætis fyrir allar konur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ sagði einn mótmælendanna í borginni Buenos Aires.

Mótmæli fóru einnig fram í Mexíkó og Síle. 

Mótmæli í borginni Santiago í Síle.
Mótmæli í borginni Santiago í Síle. AFP

Í júní á síðasta ári fóru fram mótmæli í Argentínu eftir að þrjú morð höfðu verið framin. Kona sem starfaði sem leikskólakennari var skorin á háls af eiginmanni sínum fyrir framan bekkinn hennar, 14 ára stúlka var laminn til bana, að því er talið er af kærastanum sínum, vegna þess að hún varð ófrísk og kona var stungin til bana af fyrrverandi kærasta sínum á kaffihúsi í Buenos Aires um hábjartan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert