Kúrdar í átökum skammt frá Mosúl

Íraskir hermenn á svæðinu Qayyarah, um 60 kílómetrum suður af …
Íraskir hermenn á svæðinu Qayyarah, um 60 kílómetrum suður af Mosúl. AFP

Hersveitir Kúrda gerðu árásir á svæði sem hafa verið á valdi Ríkis íslams í kringum írösku borgina Mosúl í morgun.

Liðsmenn peshmerga, sem eru hersveitir sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðanverðu Írak, réðust á þorp skammt frá Bashiqa og nutu stuðnings bandamanna sem beittu loftárásum.

Maður tekur sjálfu þar sem olíueldur braust út á Qayyarah-svæðinu.
Maður tekur sjálfu þar sem olíueldur braust út á Qayyarah-svæðinu. AFP

Í þorpinu Nawaran tóku íranskir uppreisnarmenn Kúrda úr Frelsisflokki Kúrda, PAK, einnig þátt í bardögum.

„Markmiðið er að ná völdum í nærliggjandi þorpum og á mikilvægum svæðum til að draga úr áhrifum Ríkis íslams,“ sagði í yfirlýsingu frá liðsmönnum peshmerga.

Íraskur hermaður.
Íraskur hermaður. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert