Pandan Bao Bao flytur til Kína

Það væsir ekki um hana Bao Bao í dýragarði í …
Það væsir ekki um hana Bao Bao í dýragarði í Washington. AFP

Risapandan Bao Bao sem fæddist í dýragarðinum í Washington DC heldur til Kína á fyrstu mánuðum næsta árs. Þetta er samkvæmt samkomulagi við dýragarðinn í Chengdu í Kína um að allar risapöndur verði að taka þátt í fjölgunarprógrammi þar í landi áður en þær ná fjögurra ára aldri. Bao Bao er þriggja ára í dag en hún fæddist í ágúst árið 2013. Vefsíðan npr.org greinir frá.

Foreldrar hennar, þau Mei Xiang og Tian Tian, verða eftir í dýragarðinum í Washington. Þau eru í láni frá dýragarðinum í Chengdu í Kína og ekki er annað sjá af myndum af þeim að dæma en að vel fari um þau.  

Eldri bróðir Bao Bao, Tai Shan, fór í sambærilega ferð árið 2010 þar sem honum var komið saman við kvenkyns pöndu. Pandan verður flutt með flutningafyrirtækinu FedEx. 

„Fylgdarlið hennar mun vakta hana á leiðinni. Uppáhaldsmaturinn hennar verður meðferðis en það eru epli, perur, sætar kartöflur, vatn og bambus,“ segir í tilkynningu frá dýragarðinum. 

Fromleg kveðjuveisla verður haldin til heiðurs Bao Bao þegar nær dregur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert