Skotinn til bana eftir sveðjuárás

Maður var skotinn til bana eftir árás á lögreglu.
Maður var skotinn til bana eftir árás á lögreglu. AFP

Lögreglan í Indónesíu skaut mann til bana þegar hann réðst á lögregluþjón með sveðju og henti sprengjum í hann í borginni Tangerang sem er rétt utan við borgina Jakarta. Ríki íslam hefur lýst ódæðinu á hendur sér. Í yfirlýsingu hryðjuverkasamtakanna um árásina á vefsíðu sinni er fullyrt að lögreglumaðurinn hafi særst eftir „árás í nafni Ríki íslam.“

Árásarmaðurinn var einnig með merki Ríki íslams á sér sem hann henti sprengjunum í lögreglumanninn áður en hann dró upp sveðju og réðist á hann.   

Maðurinn sem var 21 árs lést eftir að hann var skotinn þremur skotum. Þrír lögreglumenn voru fluttir undir læknishendur eftir árásina. 

Árásarmaðurinn á tvo bræður sem eru í lögreglunni í Tangerang. Ekki fylgdi fréttinni hvort þeir hafi verið á vakt. 

Lögreglan í Indónesíu hefur oft orðið fyrir árásum frá liðsmönnum Ríki íslams. Í janúar var lögreglan skotmark vígamanna samtakanna í borginni Jakarta. Í þeirri sjálfsmorðsárás létust fjórir borgarar og jafnmargir liðsmenn samtakanna en einnig særðust nokkrir lögreglumenn.

Talið er að Ríki íslams sæki nýliða í auknum mæli til Indónesíu.  

Frétt mbl.is: Seg­ir Ríki íslams hafa stór áform í Asíu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert