Börðu flóttamenn með kylfum

126 þúsund flóttamenn hafa komið til Ítalíu í ár.
126 þúsund flóttamenn hafa komið til Ítalíu í ár. AFP

Vopnaðir menn réðust á bát með flóttafólki úti fyrir ströndum Líbíu í dag Að minnsta kosti fjórir létust og 25 er saknað, samkvæmt upplýsingum björgunarsamtakanna Sea-Watch. Ítalska strandgæslan bað skip á vegum Seawatch að fara á svæðið  eftir að neyðarkall hafði borist. Sömuleiðis var olíuflutningaskip sem átti þar leið um beðið um að koma til aðstoðar. 

Fólkið var um borð í gúmmíbáti og á meðan björgunaraðgerðum stóð komu árásarmennirnir í skipi merktu strandgæslu Líbíu á svæðið og reyndu að stela utanborðsmótor gúmmíbátsins.

Árásarmennirnir börðu flóttamennina með kylfum. Örvænting greip um sig og margir duttu útbyrðis. Um borð voru 150 manns. Það tókst að bjarga 120 þeirra.

Sameinuðu þjóðirnar telja að í ár hafi að minnsta kosti 3.654 drukknað í Miðjarðarhafinu á flótta sínum til Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert