Meinað að yfirgefa Venesúela

Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AFP

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Venesúela, Henrique Capriles, heldur því fram að hann og sjö öðrum liðsmönnum stjórnarandstöðunnar hafi verið meinað að yfirgefa landið.

Capriles setti ljósmynd á Twitter með dómsúrskurði þess efnis að hann megi ekki yfirgefa Venesúela. „Enn og aftur eru þeir að sóa tíma sínum,“ skrifaði hann.

Kosningayfirvöld í landinu hafa neitað að samþykkja undirskriftalista stjórnarandstöðunnar til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Nicolas Maduro.

Yfirvöld neituðu að samþykkja listann eftir að ríkisstjórar í nokkrum ríkjum landsins sögðu að dómstólar heima fyrir hefðu ógilt niðurstöðurnar vegna undirskrifta í svokallaðri fyrri umferð, sem þeir sögðu vera falsaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert