Sextán féllu í árásum í Kirkuk

Íraskir hermenn aka í gegnum borgina Kirkuk.
Íraskir hermenn aka í gegnum borgina Kirkuk. AFP

Sextán voru drepnir þegar vígamenn klæddir sjálfsmorðssprengjuvestum gerðu árásir á opinberar byggingar og svæði í írösku borginni Kirkuk.

Á sama tíma nálgast íraskar hersveitir borgina Mosúl, sem er á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Árásir voru meðal annars gerðar  á höfuðstöðvar lögreglunnar og herstöðvar en borgin er undir stjórn Kúrda. Í einni árásinni ruddust þrír sprengjumenn inn í orkuver íransks fyrirtækis, skammt frá borginni Dibis, um 40 kílómetra norðvestur af Kirkuk, og drápu 12 starfsmenn þess.

Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér en talið er að Ríki íslams hafi staðið á bak við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert