Ímyndið ykkur að þið séuð flóttamenn

Gary Lineker.
Gary Lineker. AFP

Sjónvarpsmaðurinn og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, Gary Lineker, segir að ummæli hans um unga flóttamenn hafi orðið til þess að hann hafi „verið skammaður.“ Hann neitar frétt The Sun þess efnis að breska ríkisútvarpið sé undir pressu að reka hann.

Linker sakaði fólk um „hræðilegan rasisma“ en einhverjir samlandar hans á Bretlandseyjum telja hina ungu flóttamenn sem koma til Bretlands eldri en 18 ára, og þar af leiðandi séu þau ekki börn.

„Meðhöndlunin sem sum ykkar sýna þessum ungu flóttamönnum er hræðilega rasísk og algjörlega hjartalaus. Hvað er að gerast í landinu okkar?“ skrifaði Lineker á twitter.

The Sun hélt því fram að Linker hefði brotið siðareglur BBC með fyrrgreindum ummælum sínum á twitter.

Lineker virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði rekinn. „Hef verið skammaður í dag en hlutirnir gætu verið verri - ímyndið ykkur, bara í smástund að þið séuð flóttamenn sem þurfið að flýja heimili ykkar,“ skrifaði Lineker á twitter.

Talsmaður BBC sagði að Lineker væri verktaki hjá stöðinni og að á twitter-síðu hans setti hann fram sínar persónulegu skoðanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert