Trump kynnir 100 daga áætlun

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, mun í dag leggja fram áætlun að fyrstu 100 dögum sínum í embætti forseta. Áætlunin verður lögð fram í ræðu sem, ráðgjafar framboðs hans hafa nefnt „lokarök“ Trump í baráttunni um Hvíta húsið að því er CNN greinir frá.

100 daga áætlunin á að útlista 10 lykilatriði framboðs hans og þau stefnumálin sem eru efst á blaði, en ræðuna flytur Trump í Gettysburg í Pennsylvaniu. Staðarvalið er enginn tilviljun, þar Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti flutti hið fræga Gettysburgar ávarp í næsta nágrenni.

Trump og starfsfólk framboð hans hefur harðneitað að greina frekar frá innihaldi ræðunnar. „Ég vil gera það á morgun [í dag],“ sagði Trump í viðtali við fréttaþátt Fox sjónvarpsstöðvarinnar. „Ég vil bara segja að við getum gert Bandaríkin að stórveldi aftur. Morgundagurinn verður, að ég tel, mikilvægur dagur á mikilvægum stað.“

Einn af ráðgjöfum framboðsins segir staðarvalið til komið af því að Trump vilji beina athygli manna að hlutverki Lincolns við að sameina Bandaríkjamenn á tímum þegar þjóðin var klofin í afstöðu sinni. Hann muni þá einnig kynna áætlun sína um að styrkja Repúblikanaflokkinn.

Hundurinn Scooter íklæddur peysu sem lýsir stuðningi við Trump, fyrir …
Hundurinn Scooter íklæddur peysu sem lýsir stuðningi við Trump, fyrir utan Eisenhower ráðstefnumiðstöðina í Gettysburg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert