Hárlaus hamstur fær peysu

Silky er ekki loðin og mjúk en hún er kelin …
Silky er ekki loðin og mjúk en hún er kelin og full af leikgleði eins og aðrir hamstrar.

Smávöxnum, hárlausum hamstri í Oregon-ríki í Bandaríkjunum verður ekki kalt í vetur því hann hefur fengið sérprjónaða peysu.

Hamsturinn, sem er kvendýr, er í umsjá dýraverndunarsamtaka í Portland. Einn starfsmaðurinn ákvað að prjóna peysu á litla skinnið. Hamsturinn heitir Silky.

Í frétt BBC um málið segir að Silky hafi fæðst með erfðagalla sem valdi því að hún er hárlaus. Hún er þó með stutt og fíngerð veiðihár. 

„Það þarf því að halda á henni hita, sérstaklega á veturna,“ segir Diana Gabaldon, starfsmaður athvarfsins.

„Þó að hún sé ekki loðin og mjúk eins og aðrir hamstrar þá er hún kelin og full af leikgleði eins og önnur dýr af þessari tegund,“ segir Gabaldon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert