Níu látnir úr kóleru

Stríðsmaður Húta, sem berjast gegn stjórnarhernum, grár fyrir járnum í …
Stríðsmaður Húta, sem berjast gegn stjórnarhernum, grár fyrir járnum í höfuðborginni Sanaa. Borgarastyrjöldin hefur nú geisað í tæplega tvö ár. AFP

Stjórnvöld í Jemen sögðu frá því í dag að níu hefðu látist úr kóleru í borginni Aden, næststærstu borg landsins. Sjúkdómurinn breiðust nú hratt út í þessu stríðshrjáða landi sem er það fátækasta á Arabíuskaganum.

Tíu til viðbótar hafa verið greindir með kóleru í Aden. Sjúkdómurinn smitast með menguðu vatni, veldur miklum niðurgangi og getur verið lífshættulegur fái fólk ekki læknisaðstoð fljótt.

190 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús í Aden með alvarlegan niðurgang. Um 200 tilfelli hafa verið tilkynnt víðsvegar um landið.

Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því fyrr í október að kólerufaraldur hefði brotist út í Jemen. Borgarastríð hefur geisað þar í tæp tvö ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert